Síðasti leikur Babacar

Miðjumaðurinn öflugi, Babacar Sarr, hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Selfoss í sumar.

Babacar fékk gult spjald fyrir litlar sakir í leiknum gegn BÍ/Bolungarvík í dag en það var áttunda gula spjald hans í sumar. Hann fer því í tveggja leikja bann og missir af síðustu tveimur leikjum Selfoss, gegn ÍR og Haukum.

Einar Ottó Antonsson var í leikbanni í dag en kemur að öllum líkindum ferskur inn á miðjuna í næsta leik.