Sextíu mínútur í auka hreyfingu á viku

Nemendur Víkurskóla fyrir utan skólann sinn við setningu verkefnisins Göngum í skólann. Ljósmynd/ÍSÍ

Víkurskóli í Vík í Mýrdal er meðal þeirra skóla sem tekur þátt í átakinu Göngum í skólann.

Auk þess að vera dugleg að ganga í skólann fara krakkarnir í Víkurskóla í öllum bekkjum í 20 mínútna auka hreyfingu þrisvar í viku. 

Skráning í Göngum í skólann er enn í fullum gangi en nú þegar hafa 73 skólar skráð sig til þátttöku í verkefninu. Hægt er að skrá skóla til þátttöku til 7. október sem er alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn. 

Markmið Göngum í skólann er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. 

Fyrri greinSíðasta saumsporið tekið í Njálurefilinn
Næsta greinFjörutíu stöðvaðir vegna hraðaksturs