Sextán mörk frá Tinnu Sigurrós í sigurleik gegn Val U

Tinna Sigurrós Traustadóttir skoraði 9 mörk í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss vann öruggan sigur á ungmennaliði Vals þegar þau mættust í Set-höllinni á Selfossi í kvöld í 1. deild kvenna í handbolta.

Leikurinn var jafn framan af en Selfoss var skrefinu á undan allan tímann og leiddi með einu til tveimur mörkum. Staðan í hálfleik var 16-14.

Í upphafi seinni hálfleiks kom góður kafli hjá Selfyssingum sem náðu strax fimm marka forskoti og eftir það má segja að sigurinn hafi ekki verið í hættu. Selfoss var í bílstjórasætinu allan tímann og sigraði að lokum 38-32.

Tinna Sigurrós Traustadóttir var markahæst Selfyssinga en hún gerði sér lítið fyrir og skoraði 16 mörk í leiknum. Tinna Soffía Traustadóttir var sömuleiðis öflug og skoraði 9 mörk, Elínborg Þorbjörnsdóttir skoraði 5, Inga Sól Björnsdóttir og Elín Krista Sigurðardóttir 3 og Kristín Una Hólmarsdóttir 2.

Selfoss er nú í 2. sæti deildarinnar með 15 stig og á leik til góða á ÍR sem er í toppsætinu með 17 stig. Valur-U er í 4. sæti með 11 stig.

Fyrri greinÞórir heimsmeistari í þriðja sinn
Næsta greinTuttugu kannabisplöntur gerðar upptækar