Sex sunnlendingar á NM í körfu

Yngri landslið Íslands halda á morgun til Svíþjóðar á Norðurlandamót yngri landsliða í körfubolta. Fimm Sunnlendingar eru í landsliðshópunum.

Það eru U-16 ára og U-18 ára landslið karla og kvenna sem taka þátt. Ísland sendir lið í öllum aldursflokkum.

Í U-16 ára liði karla eru Svavar Ingi Stefánsson úr FSu og Emil Karel Einarsson úr Þór Þorlákshöfn.

Í U-18 ára liði karla eru Hjalti Valur Þorsteinsson og Oddur Ólafsson úr Hamri.

Í U-18 ára liði kvenna eru Guðbjörg Sverrisdóttir úr Hamri og Gnúpverjinn Heiðrún Kristmundsdóttir úr KR.