Sex marka tap á Ásvöllum

Kvennalið Selfoss tapaði með sex marka mun þegar liðið mætti Haukum á útivelli í Olísdeild kvenna í handbolta í dag. Lokatölur urðu 25-19.

Haukar leiddu 14-11 í hálfleik og náðu síðan sex marka forskoti á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks. Selfyssingar náðu að minnka muninn aftur niður í þrjú mörk en Haukar juku forskotið aftur þegar leið á síðari hálfleikinn.

Kristrún Steinþórs­dótt­ir, Auður Óskars­dótt­ir og Perla Ruth Al­berts­dótt­ir skoruðu allar 4 mörk fyrir Selfoss, Hrafn­hild­ur Hanna Þrast­ar­dótt­ir og Heiða Björk Ei­ríks­dótt­ir skoruðu 2 mörk og þær Elena Birg­is­dótt­ir, Mar­grét Katrín Jóns­dótt­ir og Kara Rún Árna­dótt­ir skoruðu allar 1 mark.

Fyrri greinGunnar áfram með Selfossliðið
Næsta greinGorbi frá Brúnastöðum sest að í Þistilfirði