Sex keppendur frá HSK/Selfoss í hópnum

Sex keppendur frá HSK/Selfoss eru í nýjum landsliðshóp í frjálsum íþróttum fyrir komandi innanhússtímabil, sem tilkynntur var á dögunum.

Konurnar í hópnum eru Agnes Erlingsdóttir, Laugdælum, í millivegalengdahlaupum og Fjóla Signý Hannesdóttir, Selfoss, í grindahlaupum.

Karlarnir eru Haraldur Einarsson, Vöku, í spretthlaupum, Hreinn Heiðar Jóhannsson, Laugdælum, í hástökki, Bjarni Már Ólafsson, Vöku, í þrístökki og Kristinn Þór Kristinsson, Samhygð, í millivegalengdahlaupum.

Kristinn kemur nýr inn í hópinn en spjótkastarinn Vigdís Guðjónsdóttir er dottin út úr hópnum.

Hópurinn verður endurskoðaður í vor að innanhússtímabilinu loknu. Mörg spennandi verkefni bíða, bæði landsliðsverkefni árið 2013 og mót innanlands, þar sem nema má sérstaklega Landsmótið á Selfossi í byrjun júli næsta sumar.