Sex keppendur á NM

Sex keppendur frá Ungmennafélagi Selfoss munu taka þátt í Norðurlandamótinu í taekwondo sem fram fer í Malmö í Svíþjóð í maí nk.

Hópinn frá Selfossi skipa systkinin Daníel Jens, Davíð Arnar og Dagný María Pétursbörn, Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, Kristín Björg Hrólfsdóttir og Guðrún Halldóra Vilmundardóttir.

Á mótinu er keppt í fjórum aldursflokkum, frá níu ára og uppúr. Mótið fer fram í Baltiska hallen í Malmö 19.-20. maí.