Setningarathöfn landsmótsins færð í Vallaskóla

Ákveðið hefur verið að flytja setningarathöfn á Landsmóti UMFÍ inn, vegna veðurs. Athöfnin mun fara fram í íþróttahúsi Vallaskóla og hefst á áður auglýstum tíma, kl 21:00. Dagskrá setningarinnar verður með svipuðu sniði og búið var að auglýsa. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson mun flytja ávarp. Pamela De Sensi flautuleikari hefur dagskrána og fulltrúar keppnisliða munu ganga inn í salinn. Kveikt verður á landsmótseldinum og hátíðarfáni UMFÍ dreginn að húni meðan Daníel Haukur Arnarson syngur lagið „Ísland er land þitt“. Að því loknu syngja Gissur Páll Gissurarson og Hera Björk Þórhallsdóttir fyrir gesti. Að athöfn lokinni verður farið út á frjálsíþróttavöll þar sem fram fer úrslitakeppni í 800 m. hlaupi karla og kvenna. Sunnlendingar sem og aðrir landsmenn eru boðnir velkomnir og hvattir til að mæta og taka þátt í dagskránni.

Fyrri greinHyggjast byggja stærsta minkabú landsins
Næsta greinBjörgunarfélagið kallað út vegna fjúkandi tjalda