Set styrkir knattspyrnuna

Knattspyrnudeild Selfoss og Set á Selfossi hafa gert með sér tveggja ára samstarfssamning.

Knattspyrnudeildin og Set hafa starfað saman um nokkur ára skeið og hefur Set tekið þátt í uppbyggingu fótboltans á Selfossi þann tíma. Set mun áfram styðja myndarlega við Knattspyrnuna á Selfossi og taka þátt í þeim uppgangi sem þar er.

Set er því einn af sex stærstu styrktaraðilum knattspyrnudeildar ásamt Lögmönnum Suðurlandi, JP lögmönnum, Íslandsbanka, Krás og Krónunni.