„Sérstakt að mæta Fylki“

Kl. 19:15 í kvöld verður flautað til leiks í fyrsta leik Selfyssinga í Pepsi-deildinni. Agnar Bragi Magnússon, miðvörður Selfoss, mætir þar sínum gömlu félögum í Fylki.

„Mér líst bara mjög vel á þetta, það er mikil tilhlökkun að tímabilið sé að byrja og það er bara frábært að vera hluti af þessu liði. Það verður auðvitað sérstakt fyrir mig að mæta mínu uppeldisfélagi. Þarna eru allir gömlu félagarnir en þegar út í leikinn er komið þá verður þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir. Það verður gaman að takast á við þessa stráka,“ sagði Agnar Bragi í samtali við sunnlenska.is.

„Ég hef ekki séð mikið til Fylkis í vetur en ég hef auðvitað fylgst mikið með þeim síðustu ár og verið duglegur að mæta á leiki hjá þeim. Við vitum alveg hvernig þeir spila og það er ekkert sem á að koma okkur á óvart hjá þeim. Við mætum tilbúnir og munum berjast frá fyrstu mínútu,“ sagði miðvörðurinn hávaxni að lokum.

Fyrri greinRáðunautar heimsækja bændur
Næsta greinSjö verðlaunahafar í Hvolsskóla