Sene skoraði í tapi Hamars

Hamar tapaði gegn Aftureldingu á útivelli í kvöld 2-1. Sene Abdalha skoraði í þriðja leiknum í röð.

Leikurinn byrjaði ágætlega fyrir Hvergerðinga og rétt áður en flautað var til leikhlés kom Sene Abdalha þeim yfir. Þetta var hans fimmta mark í þremur leikjum. Staðan var 0-1 fyrir Hamar í leikhléi.

Heimamenn fengu fljúgandi start í seinni hálfleik og jöfnuðu leikinn eftir tvær mínútur.

Allt stefndi í jafntefli en þegar þrjár mínútur voru eftir náðu leikmenn Aftureldingar að skora og tryggja sér sigurinn, 2-1.

Eftir leikinn er Hamar með eitt stig eftir þrjár leiki.