Sene í Hamar

Hamarsmenn hafa fengið Senegalann Sene Abdalha lánaðan frá Selfyssingum og mun hann leika með Hvergerðingum í 2. deildinni í sumar.

Frá þessu er greint á fotbolti.net.

Sene lék með 2. flokki Selfoss í fyrra auk þess að koma við sögu í tveimur leikjum meistaraflokks í 1. deildinni. Hann er fæddur árið 1993 og leikur sem framherji.

Keppni í 2. deild karla hefst 11. maí en Hamarsmenn mæta Gróttu í fyrstu umferðinni.