Semple áfram í hamingjunni

Körfuknattleiksdeild Þórs í Þorlákshöfn hefur endursamið við Jordan Semple fyrir komandi tímabil. Ekki þarf að kynna Semple fyrir stuðningsmönnum Þórs en hann hefur spilað í hamingjunni undanfarin tvö tímabil og staðið sig einstaklega vel.

Semple var einn af bestu alhliða leikmönnum Subway deildarinnar síðasta tímabil þar sem hann skilaði 17 stigum, 11 fráköstum og rúmum 4 stoðsendingum ásamt því að verja um tvö skot og stela tveimur boltum í leik.

„Við bjóðum Jordan velkominn aftur til starfa og búumst við miklu af honum á næsta tímabili,“ segir í tilkynningu frá Þórsurum.

Fyrri greinKristinn með tvö í sigri Árborgar
Næsta greinNýr meirihluti myndaður í Árborg