Selfyssingum spáð 6. sæti

Atli Ævar Ingólfsson skoraði sjö mörk í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Íslandsmeisturum Selfoss er spáð 6. sætinu í Olísdeild karla í handbolta í vetur en Valsmönnum er spáð deildarmeistaratitlinum.

Árleg spá fyrir komandi tímabil var gerð opinber á kynningarfundi í dag. Samkvæmt spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna mun Selfoss lenda í 6. sæti í Olísdeild karla en liðið fékk 257 stig í spánni, þremur stigum á eftir ÍBV. Valsmenn eru efstir í spánni með 374 stig. 

Kvennalið Selfoss mun lenda í 4. sæti Grill 66 deildarinnar, ef marka má sömu spá, með 150 stig, en Fram U er spáð sigri í deildinni, en liðið fékk 194 stig. Þá var liði Selfoss U spáð áframhaldandi veru í Grill 66 deild karla og munu þeir lenda í 8. sæti samkvæmt spánni og að HK muni vinna deildina. 

Keppni í Olísdeild karla hefst fimmtudaginn 10. september og Grill 66 deildirnar rúlla af stað viku seinna.

Fyrri greinÁtti að vera í sóttkví þegar hann ruddist inn í hús á Selfossi
Næsta greinFerðamenn í vanda á óbrúuðum ám