Selfyssingum spáð 4. sæti

Brenna Lovera var markadrottning efstu deildar í fyrrasumar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kvennaliði Selfoss er spáð 4. sætinu í Bestu deildinni í knattspyrnu í sumar í spá fyr­irliða, þjálf­ara og for­ráðamanna liðanna í deildinni.

Spáin var birt á kynningarfundi fyrir Bestu deildina sem ku hafa farið fram í höfuðstöðvum KSÍ í gær.

Valskonum er ætlað að verja Íslandsmeistaratitil sinn en þær fengu 219 stig í spánni og voru rétt á undan Breiðabliki sem fékk 206 stig. Þar á eftir koma Stjarnan með 168 stig og Selfoss með 167 stig.

Besta deild kvenna í knattspyrnu hefst næstkomandi þriðjudag en fyrsti leikur Selfoss er á miðvikudag, á útivelli gegn nýliðum Aftureldingar.

Spá fyr­irliða, þjálf­ara og for­ráðamanna:
1. Val­ur – 219 stig
2. Breiðablik – 206 stig
3. Stjarn­an – 168 stig
4. Sel­foss – 167 stig
5. Þrótt­ur R. – 130 stig
6. Þór/​KA – 117 stig
7. ÍBV – 93 stig
8. Aft­ur­eld­ing – 87 stig
9. Kefla­vík – 51 stig
10. KR – 50 stig

Fyrri greinGleðilegt sumar!
Næsta greinTveir viðburðir í Skógasafni í kvöld