Selfyssingum spáð í umspil

Kvennaliði Selfoss í handbolta er spáð 10. sætinu í Olís-deildinni á komandi leiktíð. Karlaliði Selfoss er spáð 2. sæti í 1. deild og Mílunni 8. sæti.

Árleg spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna handknattleiksliðanna var birt í dag. Gróttu er spáð sigri í kvennadeildinni en Selfoss er í 10. sæti af tólf liðum.

Í 1. deild karla er Selfyssingum spáð sæti í úrslitakeppninni. Eitt lið fer beint upp en liðin í sætum tvö til fimm fara í umspil um hitt sætið í Olísdeildinni. Nýliðar Mílunnar eru í 8. sæti í spánni en liðið er byggt upp á fyrrum leikmönnum Selfoss sem hafa þurft að hætta iðkun eða minnka hana af einhverjum ástæðum.

Kvennalið Selfoss hefur leik á útivelli gegn Fram á laugardag kl. 13:30. Fyrsti heimaleikur liðsins er gegn FH næstkomandi þriðjudag kl. 19:30.

Karlalið Selfoss fær Hamrana í heimsókn næstkomandi föstudagskvöld kl. 20 og Mílan leikur svo gegn Hömrunum á laugardag kl. 14.

Spá Olís-deild kvenna:
1. Grótta 399 stig
2. Fram 398
3. ÍBV 363
4. Stjarnan 337
5. Haukar 264
6. Valur 244
7. Fylkir 226
8. HK 148
9. FH 140
10. Selfoss 131
11. KA/Þór 99
12. ÍR 59

Spá 1. deild karla:
1. Víkingur 265 stig
2. Selfoss 263
3. Grótta 256
4. Fjölnir 214
5. KR 182
6. ÍH 169
7. Hamrarnir 147
8. ÍF Milan 117
9. Þróttur 88

Fyrri greinHelmingur nemendanna í skólakórnum
Næsta greinHrafnhildur Inga og Hallur Karl á Art Copenhagen