Selfyssingum spáð falli

Spámenn fotbolti.net spá Selfyssingum falli úr Pepsi-deild karla í knattspyrnu.

Knattspyrnusíðan byrjar að birta sína árlegu spá í dag og eru Selfyssingar þar neðstir á blaði.

Heimir Hallgrímsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, er sérstakur álitsgjafi fotbolti.net og segir hann að ef stemmningin sem var utan vallar árið 2010 haldi sér, geti allt gerst.

“Selfyssingar eru margfalt, margfalt tilbúnari í úrvaldseildina núna en fyrir tveimur árum, bæði leikmannalega sem og reynslulega. Það er klárt að metnaðurinn er til staðar og liðið gæti slegið í gegn, en til þess þarf allt að ganga upp á Selfossi,” segir Heimir.

Umfjöllun fotbolti.net