Selfyssingum spáð 2. sæti

Keppni í 1. deild karla í knattspyrnu hefst í kvöld þegar Selfoss tekur á móti Fjölni. Þjálfarar og fyrirliðar liðanna í deildinni spá því að Selfoss lendi í 2. sæti fyrir neðan ÍA og fari upp í úrvalsdeild aftur.

Sérfræðingur fotbolti.net, Garðar Gunnar Ásgeirsson, segir Selfyssinga hafa náð að halda öflugum leikmönnum í liðinu þrátt fyrir fallið. Liðið sé með kjarna sem spilaði í úrvalsdeild í fyrra, marga heimamenn og eru að byggja sitt lið á gömlum grunni. Vængmennirnir séu öflugir og Viðar Örn Kjartansson mun skora í sumar. Fá veikleikamerki séu á liðinu en Garðar Gunnar setur spurningamerki við varnarleik liðsins.

Sjá spá fotbolti.net