Selfyssingum spáð 11. sæti

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að nýliðar Selfoss endi í 11. og næstneðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar og falli þar með beint niður aftur.

Fótbolti.net hóf að birta spá sína fyrir Pepsi-deildina í gær og er Haukum spáð 12. sæti. Tíu sérfræðingar spá í deildina og raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Selfoss fékk 19 stig út úr þessu en Haukar 15.

Umfjöllun Fótbolta.net í dag um Selfossliðið er vegleg en þar má lesa greiningu á liðinu, viðtal við Guðmund Benediktsson, viðtal við Ingólf Þórarinsson og skemmtilegt myndband þar sem Sævar Þór Gíslason ræðir um liðsfélaga sína.