Selfyssingarnir með stórleik

Elvar Örn Jónsson. Ljósmynd/HSÍ

Selfyssingarnir í karlalandsliðinu í handbolta áttu stórleik þegar Ísland valtaði yfir Portúgal, 32-23, í undankeppni EM á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag.

Bjarki Már Elísson var markahæstur í íslenska liðinu, skoraði 9 mörk, þar á eftir kom Elvar Örn Jónsson með 5 mörk og svo Ómar Ingi Magnússon með 3/1 mark. Janus Daði Smárason skoraði 2 mörk.

Ísland átti skelfilegan fyrri hálfleik, Portúgal komst í 7-12 en Janus Daði jafnaði 12-12 rétt fyrir hálfleik. Staðan var 12-13 í leikhléi en Portúgalirnir skoruðu aðeins tíu mörk í seinni hálfleik á meðan Íslendingar léku á als oddi og sigruðu að lokum með tíu marka mun.

Leikmenn Íslands pakka nú ofan í tösku og halda svo á HM í Egyptalandi, þar sem liðið mætir einmitt Portúgal í fyrsta leiknum næstkomandi fimmtudag.

Fyrri greinAðalvinningurinn afhentur
Næsta greinSkráning hafin í prófkjör Pírata