Selfyssingar unnu stórsigur

Kvennalið Selfoss vann stórsigur á Fjölni þegar liðin mættust í Olís-deildinni í handbolta í íþróttahúsi Vallaskóla í dag. Lokatölur urðu 39-22.

Selfyssingar léku á alls oddi í fyrri hálfleik og leiddu 20-8 í leikhléi. Munurinn jókst enn fremar í síðari hálfleik og að lokum skildu sautján mörk liðin að.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst Selfyssinga með 9 mörk, Steinunn Hansdóttir skoraði 7, Kara Rún Árnadóttir og Perla Ruth Albertsdóttir 5 og þær Elena Birgisdóttir 4, Adina Ghidoarca, Hildur Öder Einarsdóttir og Thelma Sif Kristjánsdóttir skoruðu allar 3 mörk.

Selfoss er áfram í 7. sæti deildarinnar, nú með 20 stig.

Fyrri greinRagnar oddviti bregður búi
Næsta greinHvítt efni fannst á almannafæri