Selfyssingar unnu fjölda verðlauna

Styrmir með silfurverðlaun og Otto Loki með bronsverðlaun. Ljósmynd/UMFS

Keppendur frá júdódeild Selfoss unnu til margra verðlauna á Vormóti Júdósambands Íslands sem fram fór á Akureyri þann 13. mars síðastliðinn.

Fannar Júlíusson varð í 2. sæti í -55 kg flokki U15, Styrmir Hjaltason varð í 2. sæti í -66 kg flokki U15 og í sama flokki varð Ottó Ólafsson í 3. sæti. Þá varð Arnar Arnarsson í 2. sæti í -73 kg flokki U15 og Hrafn Arnarson varð í 2. sæti í -100 kg flokki U21.

Mótið heppnaðist vel en það var í umsjón júdódeildar KA, eins og undanfarin ár og fórst þeim það vel úr hendi. Hans Rúnar Snorrason hafði yfirumsjón með mótinu.

Hægt var að fylgjast með framvindu mótsins á netinu og auk þess var það í beinni útsendingu sem var vel þegið fyrir þá sem ekki komust á mótsstað.

Fyrri greinStofna sjálfseignarstofnun um Njálurefilinn
Næsta greinGóð tilþrif á vormóti