Selfyssingar tryggðu sér oddaleik

Selfoss lagði Aftureldingu 26-25 í öðrum leik liðanna í umspili um sæti í N1 deild karla í handbolta í dag.

Afturelding vann öruggan sigur í fyrsta leik liðanna en Selfyssingar mættu einbeittir til leiks í dag og náðu með mikilli baráttu að komast yfir á lokakaflanum og sigra. Staðan var 11-13 í hálfleik.

Oddaleikurinn fer fram í Mosfellsbæ á þriðjudagskvöld og sigri Selfyssingar í þeim leik munu þeir mæta Stjörnunni í einvígi um sæti í efstu deild.

Andri Hrafn Hallsson var markahæstur Selfyssinga með 6 mörk. Atli Kristinsson og Einar Sverrisson skoruðu 5 mörk, Janus Daði Smárason 4, Hörður Bjarnarson 3 og þeir Ívar Grétarsson, Ómar Helgason og Matthías Halldórsson skoruðu allir eitt mark.

Sverrir Andrésson varði 9/1 skot í leiknum og Helgi Hlynsson 7.

Fyrri greinVildu ekki Kínverjana í Kerið
Næsta greinSelfoss lagði KR