Selfyssingar töpuðu á Ísafirði

Ljósmynd/Selfoss Karfa
Selfoss sótti Vestra heim á Ísafjörð í 1. deild karla í körfubolta í kvöld og tapaði 87-64.
 
Vestri náði undirtökunum í 1. leikhluta en Selfyssingar bitu frá sér í 2. leikhluta og staðan var 39-34 í hálfleik. Heimamenn reyndust svo sterkari í seinni hálfleiknum þar sem forskot þeirra jókst jafnt og þétt.
 
Christian Cunningham var stigahæstur Selfyssinga með 23 stig og 16 fráköst, Kristijan Vladović skoraði 11 stig, Arnór Bjarki Eyþórsson 9, Alexander Gager 8, Maciek Klimaszewski 4, Rhys Sundimalt 4, Páll Ingason 3 og Bergvin Einir Stefánsson
2.
 
Selfoss er í 5. sæti deildarinnar með 2 stig en Vestri er í 4. sætinu með 4 stig.
Fyrri greinNýr rekstur inn í Gimli
Næsta greinMikil ásókn í lóðir í Þorlákshöfn