Selfyssingar töpuðu á heimavelli

Selfoss situr í 8. sæti 1. deildar karla í knattspyrnu eftir 0-1 tap gegn BÍ/Bolungarvík á JÁVERK-vellinum á Selfossi í dag.

Selfyssingar voru sterkari í fyrri hálfleik en gekk ekkert upp við mark gestanna. Staðan var 0-0 í leikhléinu en gestirnir komust yfir á 61. mínútu og reyndist það eina mark leiksins.

Djúpmenn höfðu ágæt tök á leiknum í síðari hálfleik og Selfyssingum tókst ekki að skora, en liðið hefur aðeins skorað sex mörk í fyrstu sjö leikjum deildarinnar.

Fyrri greinKFR og Hamar áfram í fallsætunum
Næsta greinBygging bús í Þorlákshöfn áfram á dagskrá