Selfyssingar til Spánar

Karlalið Selfoss í knattspyrnu heldur í dag til Isla Canela á Spáni í æfingaferð. Alls fara 21 leikmaður og sjö manna liðsstjórn í ferðina.

Liðið mun æfa tvisvar á dag, við bestu aðstæður á spænsku grasi. Einn æfingaleikur er fyrirhugaður, nk. fimmtudag við lið frá Spáni.

Selfossliðið kemur heim aftur aðfaranótt 13. apríl en þá er tæpur mánuður í fyrsta leik í Pepsi-deildinni.

Fyrri greinGuðmunda stóð sig vel í Rússlandi
Næsta greinÞórir með þrjú mörk í tapleik