Selfyssingar styrkja sig enn frekar

Selfyssingar hafa samið við bosníska markvörðinn Ismet Duracak og mun hann leika með liði félagsins í Pepsi-deild karla í sumar.

Duracak verður 27 ára þann 6. apríl nk. Hann kemur frá Hønefoss í Svíþjóð þar sem hann hefur verið frá árinu 2005. Hluta síðustu leiktíðar var hann að láni hjá Modum FK en hann kom til Hønefoss á sínum tíma frá 2. deildarliðinu Gunnilse í Gautaborg.

Duracak lék með Selfyssingum í vináttuleik gegn Víkingi Færeyjum á dögunum og þótti standa sig vel.