Selfyssingar sterkir í seinni hálfleik

Gerald Robinson átti góðan leik í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss lenti ekki í teljandi vandræðum með botnlið ÍA þegar liðin mættust á Akranesi í 1. deild karla í körfubolta í kvöld.

Skagamenn höfðu frumkvæðið í 1. leikhluta en Selfyssingar náðu að snúa leiknum sér í vil í 2. leikhluta og staðan var 35-38 í hálfleik. Í seinni hálfleiknum reyndust Selfyssingar hins vegar sterkari, þeir juku forskotið jafnt og þétt og í upphafi 4. leikhluta var staðan orðin 50-69. Selfoss hafði 20 stiga forskot á lokamínútunni en ÍA skoraði síðustu fimm stig leiksins og lokatölur urðu 71-89.

Gerald Robinson var drjúgur fyrir Selfyssinga í kvöld, skoraði 30 stig og tók 10 fráköst og Gasper Rojko var sömuleiðis öflugur.

Selfoss er nú í 6. sæti deildarinnar með 20 stig en Skagamenn eru á botninum með 2 stig.

Tölfræði Selfoss: Gerald Robinson 30/10 fráköst, Gasper Rojko 20/11 fráköst, Vito Smojver 11, Ísar Freyr Jónasson 8/5 fráköst, Arnar Geir Líndal 6, Trevon Evans 4/9 fráköst/7 stoðsendingar, Birkir Hrafn Eyþórsson 2, Óli Gunnar Gestsson 2, Sigmar Jóhann Bjarnason 2, Styrmir Jónasson 1.

Fyrri greinDanskur dagur í Þorlákshöfn
Næsta greinÆgismenn á skotskónum