Selfyssingar steinlágu gegn Fram

Karlalið Selfoss í knattspyrnu tapaði 4-0 þegar liðið heimsótti Framara á gervigrasið í Úlfarsárdal í dag í Lengjubikarnum.

Fram komst í 2-0 á fimm mínútna kafla snemma leiks og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Þeir bættu svo við mörkum á 52. og 74. mínútu en Selfyssingum tókst ekki að komast á blað.

Fyrri greinLengsta keppnin til þessa
Næsta greinTap í lokaleik gegn Fram