Selfyssingar sigursælir á sundmóti

Aldursflokkamót HSK í sundi var haldið á Hvolsvelli í lok apríl og sendu þrjú félög keppendur til leiks. Keppendur Selfoss unnu samtals 13 HSK meistaratitla, Hamar vann fjóra titla og Dímon þrjá.

Keppt var í aldursflokkum 10 ára og yngri, 11 – 12 ára, 13 – 14 ára og 15 – 18 ára. Í flokkum 10 ára og yngri fengu allir jafna viðurkenningu, en í eldri flokkum var keppt um gull, silfur og brons.

Selfyssingar unnu stigakeppnina örugglega, hlutu samtals 134 stig, Hamar varð í öðru sæti með 48 stig og Dímon var með 21 stig.

Heildarúrslit mótsins má sjá á www.hsk.is

Fyrri greinSamningur um ástina og dauðann – er hægt að semja við Sunnlendinga?
Næsta greinG-listinn – Framboðslisti um framsýni og fyrirhyggju