Selfyssingar fóru heldur betur ekki tómhentir heim af lokahófi Borðtennissambands Íslands sem haldið var á dögunum.
Halldóra Ólafs var valinn besti leikmaðurinn og bestu félagaskipti ársins auk þess sem Halldóra og Nevena Tasic voru valdar besta parið. Þær urðu Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna í vor og vann Halldóra þar fyrsta Íslandsmeistaratitil Selfoss í borðtennis.
Stefán Orlandi var valinn besti nýliðinn og Rubén Illera López var valinn besti þjálfarinn. Lið Selfoss, þeir Stefán, Rubén og Anton voru svo valdir lið ársins en þeir sigruðu í 3. deildinni og tryggðu Selfossliðinu sæti í 2. deild í fyrsta skipti.
Þar með er ekki öll sagan sögð af hetjudáðum Selfyssinga við borðtennisborðið á síðustu dögum því fyrr í mánuðinum urðu þeir Stefán og Rubén Íslandsmeistarar í tvíliðaflokki í flokki 40-49 ára.