Selfyssingar sigruðu á aldursflokkamóti HSK í sundi

Lið Selfoss sigraði á mótinu. Ljósmynd/Aðsend

Aldursflokkamót HSK í sundi var haldið í 25 metra útilauginni á Hvolsvelli síðastliðinn miðvikudag og tóku keppendur frá þremur aðildarfélögum sambandsins þátt í mótinu.

Á mótinu eru veitt verðlaun fyrir stigahæsta sund samkvæmt alþjóðlegri stigatöflu World Aquatics. Það var Lára Hlín Kjartansdóttir sem vann þau, en hún synti 100 metra skriðsund á 1:25,03 mín. sem gaf 206 stig.

Umf. Selfoss vann stigakeppni félaga með 178 stig, Dímon varð í öðru sæti með 49 stig og Hamar kom næst með 37 stig.

Lára Hlín Kjartansdóttir synti stigahæsta sund mótsins. Ljósmynd/Aðsend
Fyrri greinMagnaður endasprettur dugði ekki til
Næsta greinRaddir úr Rangárþingi hljóta Hvatningarverðlaun Eyrarrósarinnar