Selfyssingar semja við Norðmann

Selfyssingar hafa samið við norska varnarmanninn Ivar Skjerve sem kemur til liðsins frá Rosenborg í Noregi.

Ivar er fæddur árið 1991 og getur leyst allar varnarstöðurnar fjórar. Hann hefur verið á mála hjá Rosenborg undanfarin fjögur ár og spilað með varaliði liðsins undanfarið.

Norðmaðurinn er mættur til landsins og æfði með liðinu í morgun. Hann verður væntanlega kominn með leikheimild þegar Selfoss mætir Gróttu nk. fimmtudag.

Skjerve er ætlað að fylla skarðið sem Kjartan Sigurðsson og Agnar Bragi Magnússon skilja eftir sig en þeir eru báðir á leið erlendis í nám. Kjartan lék sinn síðasta leik í sumar gegn Fjölni í gærkvöldi og skoraði sigurmarkið.

Fyrri greinBjarni og Vera sigruðu
Næsta greinSigursteinn og Alfa töltmeistarar