Selfyssingar semja við Kiepulski

Handknattleiksdeild Selfoss hefur gert þriggja ára samning við pólska markvörðinn Pawel Kiepulski, sem var á reynslu hjá deildinni fyrr í mánuðinum.

Kiepulski spilaði meðal annars með Selfyssingum á Ragnarsmótinu og þótti standa sig vel. Í fréttatilkynningu frá deildinni segir að hann muni verða góð styrking fyrir lið Selfoss á komandi leiktíð.

Kiepulski er 31 árs og hefur spilað í efstu deild í Póllandi allan sinn feril, nú síðast með liðinu GSPR Gorzów Wielkopolski.

Fyrri greinSafaspæta fannst við Apavatn
Næsta greinKynningarfundur í Árnesi