Selfyssingar semja við Birki

Knattspyrnudeild Selfoss gerði í dag þriggja ára samning við varnarmanninn Birki Pétursson en hann er 18 ára gamall og uppalinn hjá félaginu.

Birkir er mjög efnilegur leikmaður og hefur verið lykilmaður í liði 2. flokks Selfoss síðustu misseri.

Hann hefur spilað vel með meistaraflokksliði Selfoss á núverandi undirbúningstímabili og mun vonandi stimpla sig af krafti inn í leikmannahóp liðsins í 1. deildinni í sumar.