Selfyssingar segja Gunnari upp

Stjórn knattspyrnudeildar Selfoss hefur ákveðið að nýta uppsagnarákvæði í samningi sínum við Gunnar Guðmundsson þjálfara meistaraflokks karla að loknu tímabilinu.

Í tilkynningu frá stjórninni eru Gunnari þökkuð góð störf þau tvö ár sem hann hefur starfað fyrir félagið og mun hann stýra liðinu út tímabilið.

Stjórnin segir að það gefi henni góðan tíma til að finna arftaka Gunnars fyrir næsta keppnistímabil.

Fyrri greinHeilsustígurinn í Þorlákshöfn tilbúinn
Næsta greinFestu bílinn í Álftavatnakróki