Selfyssingar sannfærandi í seinni hálfleik 

Haukur Þrastarson skoraði 7/1 mörk í kvöld. Ljósmynd/Jóhannes Eiríksson

Selfoss vann nokkuð öruggan sigur á Fram í Olísdeild karla í handbolta í dag, 29-31 á útivelli. Selfoss er áfram í 2. sæti deildarinnar.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik, Selfoss byrjaði betur en Framarar tóku síðan frumkvæðið og leiddu lengst af fyrri hálfleik. Selfoss svaraði fyrir sig á lokamínútunum og komst aftur yfir en staðan var 15-18 í leikhléi.

Selfoss náði fjögurra marka forskoti í upphafi seinni hálfleiks og þá að Framarar hafi náð að minnka muninn niður í eitt mark komust þeir ekki nær og Selfoss leiddi allan seinni hálfleikinn.

Haukur Þrastarson var markahæstur Selfyssinga með 7/1 mörk, Elvar Örn Jónsson skoraði 6, Árni Steinn Steinþórsson og Hergeir Grímsson 5, Atli Ævar Ingólfsson og Guðjón Baldur Ómarsson 3 og Nökkvi Dan Elliðason 2.

Sölvi Ólafsson varði 11 skot og var með 38% markvörslu og Pawel Kiepulski varði 1 skot og var með 10% markvörslu.

Fyrri greinAnnar sigur Selfyssinga í vetur
Næsta greinHamar tryggði sér oddaleik