Selfyssingar rökuðu inn verðlaunum á lokahófi HSÍ

Selfyssingar unnu fjölda verðlauna á lokahófi Handknattleikssambands Íslands sem fram fór í gærkvöldi. Besti leikmaður efstu deildar karla er frá Selfossi.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var valin besti sóknarmaður Olís deildar kvenna en hún var einnig markahæsti leikmaður deildarinnar með 247 mörk.

Teitur Örn Einarsson var valinn efnilegasti leikmaður 1. deildar karla og Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon, sem lék með Val í vetur, var valinn efnilegasti leikmaður Olís-deildar karla. Ómar mun leima með Århus í Danmörku á næstu leiktíð.

Þá var annar Selfyssingur, Janus Daði Smárason, leikmaður Hauka, valinn besti leikmaður Olís-deildar karla en hann var einnig valinn besti sóknarmaður deildarinnar.

Fyrri greinLögreglan við eftirlit vestan við Selfoss
Næsta greinSæmundur gefur Þórunni Elfu út