Selfyssingar öruggir áfram

Hrvoje Tokic skoraði tvö mörk fyrir Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss tryggði sér í kvöld sæti í 2. umferð Mjólkurbikars karla í knattspyrnu með öruggum 3-0 sigri á Þrótti Vogum á Selfossvelli.

Hrvoje Tokic kom Selfyssingum yfir í fyrri hálfleik og Adam Örn Sveinbjörnsson og Kenan Turudija bættu við mörkum í seinni hálfleiknum.

Selfoss mætir Aftureldingu í 2. umferðinni og verður leikurinn spilaður í Mosfellsbæ kl. 13:00 á skírdag.