Selfyssingar misstu sigurinn frá sér

Selfyssingar og Grindvíkingar gerðu jafntefli á Selfossvelli í kvöld 3-3, eftir að staðan í hálfleik var 1-1.

Jafnræði var með liðunum framan af leik en á 14. mínútu fengu heimamenn aukaspyrnu nokkrum metrum fyrir utan teig.

Jón Daði Böðvarsson tók spyrnu og skoraði glæsilegt mark. Eftir þetta féllu Selfyssingar til baka og gestirnir nýttu sér það.

Á 26. mínútu jöfnuðu Grindvíkingar með marki eftir aukaspyrnu þar sem heimamenn náðu ekki að koma boltanum frá. Staðan 1-1 í hálfleik.

Selfyssingar byrjuðu seinni hálfleik að krafti og eftir fjórar mínútur komust þeir yfir. Þá skoraði Ólafur Karl Finsen eftir að boltinn féll fyrir hann utan teigs.

Eftir þetta var nokkuð jafnt á með liðum og skiptust þau á að sækja. Þegar fimmtán mínútur voru eftir fengu heimamenn hornspyrnu.

Varamaðurinn Joe Tillen tók spyrnuna sem rataði beint á kollinn á fyrirliðanum Stefáni Ragnari Guðlaugsson sem skoraði, 3-1, og 14 mínútur eftir.

Þarna virtust heimamenn vera komnir langt með að tryggja sér sigur. Gestirnir frá Grindavík voru þó ekki á sama máli.

Þeir minnkuðu muninn þegar fjórar mínútur voru eftir með markinu eftir aukaspyrnu og fengu þá fullu trú á verkefnið.

Þegar komið var fram í uppbótartíma fengu þegar hornspyrnu og eftir klaffs í teginum náðu þeir að jafna leikinn, 3-3.

Jón Daði Böðvarsson gerði svo heiðarlega tilraun til að jafna leikinn stuttu síðar en skot hans fór í stöngina.

Lokatölur því sem fyrr segir 3-3.

Eftir leikinn er Selfoss í 6. sæti Pepsi-deildar með sjö stig eftir fimm leiki.

Fyrri greinGefur myndarlega bókagjöf
Næsta grein„Þurfum að klára þessa leiki á fullum krafti“