Selfyssingar magnaðir á lokakaflanum

Guðni Ingvarsson var markahæstur í kvöld með 10 mörk. Ljósmynd/Jóhannes Eiríksson

Selfoss vann frábæran sigur á ÍBV þegar liðin mættust í Vestmannaeyjum í kvöld í Olísdeild karla í handbolta.

Eyjamenn voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu í leikhléi, 15-12. Munurinn hélst svipaður fram eftir seinni hálfleiknum en á síðustu tíu mínútunum tóku Selfyssingar leikinn yfir og sigldu heim sætum sigri, 25-27.

Haukur Þrastarson var frábær á lokakaflanum en hann skoraði 7 mörk í leiknum. Guðni Ingvarsson reyndist sínum gömlu félögum mjög erfiður en hann var markahæstur Selfyssinga með 10 mörk.

Með sigrinum fara Selfyssingar á toppinn í deildinni en þeir hafa 7 stig eins og Valur og FH.

Fyrri greinFerðamaður féll í Svínafellslón
Næsta greinSnæfríður Sól í 11. sæti á YOG