Selfyssingar Lengjubikarmeistarar í B-deildinni

Selfyssingar fagna sigri. Ljósmynd/Arnar Helgi Magnússon

Selfoss tryggði sér í dag sigur í B-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu með sannfærandi 4-0 sigri á Dalvík/Reyni í Akraneshöllinni.

Hrvoje Tokic kom Selfyssingum yfir á 22. mínútu með góðu skallamarki og rúmum tíu mínútum síðar fengu Selfyssingar vítaspyrnu. Tokic fór á punktinn og skoraði af miklu öruggi.

Staðan var 2-0 í hálfleik en aðeins voru tvær mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar Valdimar Jóhannsson kom Selfyssingum í 3-0 með glæsilegu marki. 

Dalvík/Reynir missti mann af velli með rautt spjald á 59. mínútu og eftirleikurinn var auðveldur fyrir Selfyssinga. Brynjólfur Þór Eyþórsson kórónaði 4-0 sigur með góðu skoti úr vítateignum á 90. mínútu og Selfyssingar fögnuðu sigri.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.

Fyrri greinÞað væri tómt klúður að missa af þessu
Næsta grein3.500 gestir á páskafjöri