Selfyssingar kveðja Tokic

Hrvoje Tokic og Þormar Elvarsson fagna marki. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Knattspyrnudeild Selfoss hefur ákveðið að nýta sér riftunarákvæði í samningi sínum við framherjann Hrvoje Tokic.

Tokic gekk í raðir Selfoss um mitt sumar 2018. Síðan þá hefur hann leikið 93 leiki fyrir félagið og skorað í þeim 90 mörk. Tokic hefur tekið þátt í uppgangi félagsins á undanförnum árum en nú er komið að öðrum að taka við keflinu, að því er segir í tilkynningu frá Selfyssingum.

Þar er Tokic þakkað fyrir allar góðu stundirnar síðustu ár og honum óskað velfarnaðar í framtíðinni.

Fyrri greinMatvælaráðherra áformar sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktarinnar
Næsta greinEinar bauð til veislu fyrir vestan