Selfyssingar komnir á blað

Tiffany McCarty skoraði mark Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss vann öruggan 0-2 sigur á FH í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu á útivelli í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Selfyssinga í deildinni í sumar.

Selfoss var sterkari aðilinn allan tímann og Tiffany McCarty kom þeim yfir strax á 10. mínútu eftir hornspyrnu og mikinn hamagang í vítateig FH. Selfyssingar voru áfram hættulegir í föstum leikatriðum en þrátt fyrir góðar tilraunir í fyrri hálfleik tókst þeim ekki að skora meira fyrir hlé og staðan var 0-1 í leikhléi.

FH byrjaði seinni hálfleikinn af krafti en voru fljótlega slegnar niður aftur. Þar var McCarty aftur á ferðinni þegar hún fékk góða sendingu innfyrir frá Dagnýju Brynjarsdóttur og kláraði færið af öryggi.

Annars var seinni hálfleikurinn tíðindalítill. Selfoss stýrði ferðinni af miklu öryggi og FH ógnaði lítið.

Þetta var fyrsti sigur og fyrstu mörk Selfoss í deildinni í sumar og bikarmeistararnir vonandi komnir á skrið eftir erfiða byrjun.

Fyrri greinÁrborg úr leik eftir hetjulega baráttu
Næsta greinÁs fékk 100 milljónir króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra