Selfyssingar Íslandsmeistarar

Lið Selfoss varð Íslandsmeistari A-liða í 4. flokki kvenna í handbolta sl. laugardag. Selfoss lagði Fylki 21-15 í úrslitaleik.

Sigur Selfyssinga var nokkuð öruggur en staðan var 9-8 fyrir Selfoss í hálfleik. Selfyssingar stungu svo af í seinni hálfleik og hömpuðu því Íslandsmeistaratitlinum.

Hanna Þrastardóttir var valin maður leiksins en hún átti einstaklega góðan leik fyrir Selfossliðið og skoraði 6 mörk.