Selfyssingar Íslandsmeistarar í 6. flokki

Selfyssingar unnu um helgina sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í handbolta á þessum vetri þegar strákarnir á eldra ári í 6. flokki, fæddir 2001, unnu þriðja mót vetarins.

Selfoss er enn taplaust í efstu deild í þessum árgangi og búnir að vinna öll mót vetarins. Ekkert lið getur náð Selfoss strákunum að stigum á Íslandsmótinu þó að tvö mót séu enn eftir.

Þarna eru greinilega framtíðar leikmenn á ferðinni en strákarnir fóru hreinlega á kostum um helgina. Það sem einkenndi leik þeirra var frábær liðsheild þar sem allir leikmenn voru að taka virkan þátt.

Þjálfarar liðsins eru Örn Þrastarson og Stefán Árnason.

Efri röð frá vinstri: Örn Þrastarson þjálfari, Þorsteinn Freyr Gunnarsson, Aron Emil Gunnarsson, Haukur Þrastarson, Valdimar Jóhannsson, Stefán Árnason þjálfari.

Neðri röð frá vinstri: Martin Bjarni Guðmundsson, Haukur Páll Hallgrímsson, Alexander Hrafnkelsson og Fannar Ársælsson.

Fyrri greinEinn í gæsluvarðhald eftir skotárásina
Næsta greinGuðjón og Priyanka fengu hvatningarverðlaun Samfylkingarinnar