Selfyssingar Íslandsmeistarar í 1. flokki

Lið Selfoss ásamt þjálfurum. Ljósmynd/Selfoss

Lið Selfoss tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í hópfimleikum í 1. flokki kvenna þegar Íslandsmót fullorðinna fór fram á dögunum.

Selfoss átti eitt lið á mótinu og áttu stelpurnar stórgóðan dag að mestu leiti. Einhverjir smá hnökrar urðu á æfingunum þeirra en engu að síður náðu þær að landa Íslandsmeistaratitli, eftir harða baráttu við Gerplu og Stjörnuna.

Selfossliðið varð einnig Íslandsmeistari á tveimur stökum áhöldum, dýnu og trampólíni.

Árangur Selfoss er athyglisverður þar sem keppni í 1. flokki hefur verið mjög hörð í vetur. Lið Selfoss er ungt og er að keppa í fyrsta sinn í vetur í 1. flokki.

Fyrri greinÓtrúlegur sigur í framlengdum leik
Næsta greinMarteinn og Gunnar fengu menningarviðurkenningu Árborgar