Selfyssingar í landsliðsbúning

Selfyssingarnir Jón Daði Böðvarsson og Guðmundur Þórarinsson eru báðir í landsliðshópi U19 í knattspyrnu sem mætir Norður-Írum í næstu viku.

Í hópnum eru 22 leikmenn en Ísland og Norður-Írland leika tvo leiki hér á landi í næstu viku. Leikið verður á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði og Fylkisvelli, dagana 20. og 22. september.

Þá var Guðmunda Brynja Óladóttir valin í 18 manna í landsliðshóp sem tekur þátt í forkeppni EM U17. Riðill Íslands verður leikinn í september í Búlgaríu og verða mótherjarnir, auk Búlgaríu, Litháen og Ítalía. Fyrsti leikur Íslands er mánudaginn 20. september gegn Litháen.