Selfyssingar í hörðum slag fyrir vestan

Tryggvi Sigurberg Traustason skoraði sex mörk fyrir Selfoss-U. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ungmennalið Selfoss ferðaðist vestur á Ísafjörð í gær þar sem það mætti Herði í Grill66 deild karla í handbolta.

Harðarmenn reyndust sterkari í leiknum en þeir leiddu í leikhléi, 19-13. Sóknarleikurinn var allsráðandi í seinni hálfleik en Hörður hafði áfram frumkvæðið og sigraði að lokum 37-32.

Tryggvi Sigurberg Traustason fann sig vel fyrir vestan og var markahæstur Selfyssinga með 6 mörk, Hans Jörgen Ólafsson skoraði 5, Sölvi Svavarsson, Gunnar Flosi Grétarsson og Vilhelm Freyr Steindórsson 4, Sæþór Atlason 3 og þeir Einar Ágúst Ingvarsson og Grímur Bjarndal Einarsson skoruðu sitt markið hvor.

Þetta var annar leikur Selfyssinga í deildinni í vetur en liðið lagði Val-U í 1. umferðinni, 29-23. Sá leikur fór fram í kyrrþey á Selfossi.

Fyrri greinBirgir genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn
Næsta grein„Sjálfshyggju þingmannsins virðast lítil takmörk sett“