Selfyssingar hlupu á vegg

Haukur Þrastarson skoraði 7/1 mörk í kvöld. Ljósmynd/Jóhannes Eiríksson

Það verða engin bikarævintýri lesin á Selfossi í vetur en karlalið Selfoss er úr leik eftir 24-31 tap gegn Valsmönnum í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í Hleðsluhöllinni á Selfossi í kvöld.

Valur byrjaði leikinn af krafti og hleypti Selfossliðinu aldrei inn í hann. Selfyssingar hlupu á vegg í sókninni og áttu erfitt með að opna sterka Valsvörnina. Staðan í leikhléi var 9-13.

Gestirnir náðu fimm marka forskoti í upphafi seinni hálfleiks og Selfyssingar virtust aldrei líklegir til að koma til baka. Á síðustu tíu mínútunum reyndu Selfyssingar að hleypa leiknum upp með villtum varnarleik en sú áhætta borgaði sig ekki. Eitthvað þurfti þó að gera, en Valsmenn voru heilt yfir sterkari í kvöld.

Haukur Þrastarson var markahæstur Selfyssinga í kvöld með 7/1 mark, Hergeir Grímsson skoraði 4/1, Guðjón Baldur Ómarsson 4, Elvar Örn Jónsson og Nökkvi Dan Elliðason 3 og þeir Árni Steinn Steinþórsson, Einar Sverrisson og Guðni Ingvarsson skoruðu allir 1 mark 

Pawel Kiepulski varði 9 skot í marki Selfoss og Alexander Hrafnkelsson 1.

Fyrri greinSkellur í bikarnum
Næsta greinMikilvægur sigur Hamars – Selfoss tapaði naumlega